Spörum fyrir okkur öll!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að Íslenska ríkið ætti ekki að standa straum af launagreiðslum til presta né annars kostnaðar sem viðkemur trúarbrögðum.

Tel það miklu eðlilegra að hver sóknarnefnd fyrir sig ráði því sjálf hvern hún ræður til að gegna starfi prests og hvaða laun á að greiða.

Ef farin yrði þessi leið er alveg búið að fyrirbyggja leiðindi sem skapast vegna skipunar presta í ákveðin prestaköll og allir í sókninni hafi þá atkvæðisrétt og meirihlutin réði, eins og eðlilegt verður að teljast.

Það hlítur að teljast nokkuð sanngjarnt að jafnt skuli yfir alla ganga og ekki hygla þjóðkyrkjunni frekar en öðrum trúarsamfélögum.

Ef ég trúi á Guð, sem skapara himins og jarðar og tel mig geta fundið ró og sálarfrið með því, þá er ég jafnframt tilbúinn til að takast á við þær skuldbindingar sem hljótast af því að hafa starfsmann sem boðar það fagnaðarerindi.

Sama á við um önnur trúarbrögð og að sjálfsögðu eigum við að bera virðingu fyrir skoðunum og trúarbrögðum annara og er þá um leið búið að fyrirbyggja ofsóknir og styrjaldir sem geysað hafa um aldir vegna mismunandi trúarbragða.

Verum skynsöm, njótum þess sem við eigum og trúum áSmile.

 


mbl.is Leyfi séra Gunnars framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband