Hverjum er ekki sama?

Við Íslendingar megum ekki vera svona uppteknir af því hvað öðrum þjóðum finnst um það sem við erum að gera.
við þurfum að standa fast á okkar stefnu og ekki tapa sjálfstæðinu fyrir skoðunum annara þjóða.

Ef við grípum ekki til allra ráða sem hugsast getur, er viðbúið að við munum standa á byrjunarreit þar sem okkur verður stjórnað eins og hverjum öðrum vesalingum sem höfum ekki skoðanir eða þor til að takast á við framtíðina.

Til að mynda var talið að Hvalveiðar hefðu gríðarlega neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og ég tala nú ekki um það að okkur skildi detta það í hug að byggja Kárahjúkavirkjun...

En hvað kemur svo í ljós? Miklu fleiri ferðamenn leggja leið sína til Íslands og hafa gríðarlegan áhuga á að sjá bæði okkar fallega land og kynnast þjóðmenningu okkar, sennilega vegna þess að við erum ekki enn eins og fjöldinn erlendis sem ekkert er spennandi lengur.

Við eigum að nýta auðlindir okkar með skynsamlegum hætti og þar eru hvalveiðar engin undantekning frekar en veiði á Þorski sem haldið hefur lífinu í þjóðinni allt til ársins 2007 þegar okkur var talið trú um það að eina raunhæfa sóknarfærið væri hjá bönkunum og útrásarvíkingunum sem teiknuðu auðævi á exelskjölum til að fá sauðsvartann almúgann til að fjárfesta í spillingunni með þeim fáu aurum sem þeir áttu......Til hamingju með það.

Hvað kemur svo í ljós við bankahrunið? Jú það að við verðum að standa vörð um Íslenskan sjávarútveg og landbúnað. Þessir tveir undirstöðu atvinnuvegir þjóðarinnar eru nefnilega að koma þjóðinni í gegnum erfiðasta tímabil seinna ára eins og ævinlega,

Sjávarútvegurinn með öflun gjaldeyris og landbúnaðurinn með framleiðslu á matvælum sem við ella þyrftum að flytja inn með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði.

Nú þurfum við bara 5 manna framkvæmdastjórn til að stýra þjóðarskútunni í gegnum brimið og ég legg það til að við greiðum þessari framkvæmdastjórn sömu laun og við erum að greiða okkar misvitru stjórnmálamönnum í heild sinni í dag.

 Guð blessi Íslendinga 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband